Færsluflokkur: Úlfljótsvatn
29.9.2007 | 01:03
Úlfljótsvatn
Jæja, loksins fann ég fjölina, amk. held ég að þetta sé góð hugmynd. Pælingin er þessi: Ég hef um langt skeið haft áhuga á að taka saman allt það sem ég kemst yfir sem tengist Úlfljótsvatni; sögu, náttúru og mannlífi en þó með sérstakri áherslu á skátastarfið á svæðinu.
Ég hef tekið syrpur annað veifið, bæði í gömlum skátablöðum, á bókasöfnum og víðar og viðað að mér efni sem mig dreymir um að taka saman og gera aðgengilegt fyrir þá sem hafa áhuga.
Nú ætla ég að kanna hvort ég geti ekki tekið létta sniðglímu á þetta ljómandi forrit sem keyrir bloggið, stofnað sérstakan málaflokk undir mínu bloggi sem snýr að þessu áhugamáli mínu og sjá svo hvert þetta leiðir.
Sem stendur á ég nú bara tvo bloggvini, þá nafna minn Jónsson og Gunnar Kristinn, kærir mjög báðir og hafa greinilega ýmislegt til margvíslegra mála að leggja ef marka má hvað þeirra vinamatseðill er langur og kannski get ég nýtt mér þeirra tengsl og annarra í bloggheimum við að leggja mér lið í safna saman fróðleik og skemmtilegu efni sem tengist Úlfljótsvatni. Hver veit.
Ég ætla sem sagt að reyna þetta - sjáum svo hvað setur.
p.s. Ef þú lumar á einhverju áhugaverðu í sambandi við Úlfljótsvatni þá endilega sendu mér póst: gudmundur@digital.is
Úlfljótsvatn | Breytt s.d. kl. 01:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)