Dokkuferðin 2008

Ég er svo lánssamur að eiga góða vini.  Eins og gengur skiptast þeir í hópa eftir því hvernig þeir tengjast manni; gamlir skólafélagar, gamlir vinnufélagar, gamlir skátafélagar, gamlar kærustur, fyrrverandi tengdamæður og svo mætti lengi telja ;-)

Um síðustu helgi hittumst við nokkrir gamlir vinnufélagar úr Nýherja sem hafa haldið hópinn núna í rúmlega áratug þrátt fyrir að margir úr hópnum séu ekki lengur starfandi hjá félaginu.  Við köllum okkur "Táfýluklúbbinn" og án þess að skýra þá nafngift nánar hér skal það þó tekið fram að þessi félagsskapur er meiriháttar - við eigum fastan punkt í tilverunni sem er ein útilega á ári í sumarbústað að Meðalfellsvatni sem ber nafnið Dokkan og er paradís á jörð.  Við félagarnir höfum komið saman árlega á þessum góða stað um margra ára skeið, notið góðs matar, frábærs umhverfis en fyrst og síðast félagsskapar hvers annars.

Síðustu helgi tók ég nokkrar myndir sem ég bætti hér í myndasafnið á blogginu og ég vona að þetta komist vel til skila.

kv, gp


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband